Nóttin nærist á deginum

Lengd verks
Ein klukkustund og þrjátíu mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Hjón á fimmtugsaldri standa allslaus og ein eftir hrunið. Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi með kjallaraíbúð sem var ætluð dóttur þeirra þegar hún kæmi heim úr sérnáminu. En hún er ekki á leiðinni heim. Eiginmaðurinn ákveður að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda í drauminn um það sem átti að verða. En það hafa ekki allir kjarkinn til þess að byrja upp á nýtt.

Jón Atli Jónasson (1972) er eitt helsta leikskáld þjóðarinnar og starfar nú sem eitt leikskálda Borgarleikhússins. Verk hans fjalla um íslenskan samtíma og íslensku þjóðina. Þau hafa verið sett upp víða um heim og tvö þeirra, Brim og Djúpið, hafa verið kvikmynduð. Á síðustu árum hefur Jón Atli sett upp þrjú verk fyrir Borgarleikhúsið, Þú ert hér, Góðir Íslendingar og Zombíljóðin í samstarfi við félaga sína Jón Pál Eyjólfsson og Hall Ingólfsson. Jón hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Nú síðast hlaut hann Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin og Grímuverðlaunin fyrir besta útvarpsverkið.

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
1. febrúar, 2013

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Litla svið

Leikskáld
Jón Atli Jónasson

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Tónskáld
Hallur Ingólfsson

Hljóðmynd
Hallur Ingólfsson / Ólafur Örn Thoroddsen

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Ilmur Stefánsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Leikarar
Hilmar Jónsson

Leikkonur
Elva Ósk Ólafsdóttir
Birta Hugadóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is