Mary Poppins
Heiti verks
Mary Poppins
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Allt getur gerst í söngleiknum um Mary Poppins – ef þú leyfir því að gerast! Hér er ekkert venjulegt leikverk á ferðinni; sagan er leiftrandi og sjónarspilinu eru engin takmörk sett. Áhorfendur fylgjast með Mary Poppins lífga upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni, breyta grárri Lundúnaborg í litríkt ævintýri þar sem sótarar dansa upp um veggi og loft. Tónlistina þekkja allir og hún birtist hér í nýjum heillandi útsetningum. Dansatriðin í Mary Poppins eru stórglæsileg enda gengur Íslenski dansflokkurinn til liðs við listamenn Borgarleikhússins í þessari stórsýningu.
Kvikmyndin um Mary Poppins sló rækilega í gegn um allan heim þegar hún var frumsýnd árið 1964 með Julie Andrews í aðalhlutverkinu. Myndin fékk fimm Óskarsverðlaun og er löngu orðin sígild. Það var svo árið 2004 að loks var gerður söngleikur. Hann fékk hreint ótrúlegar viðtökur þegar hann var frumsýndur á West End; hlaut sjö Tony verðlaun, m.a. sem besti söngleikurinn. Síðan hefur Mary Poppins farið sigurför um heiminn og notið mikilla vinsælda. Söngleikurinn um Mary Poppins hefur aldrei áður verið sýndur á Íslandi og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra.
Sviðssetning
Borgarleikhús
Frumsýningardagur
22. febrúar, 2013
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Stóra svið
Leikskáld
Byggt á sögum P.L.Travers. Handrit eftir Julian Fellowes. Tónlist og texti eftir Richard M. Sherman og Robert B.Sherman. Ný lög og textar eftir George Stiles og Anthony Drewe
Leikstjóri
Bergur Þór Ingólfsson / Aðstoðarleikstjóri Hlynur Páll Pálsson
Danshöfundur
Lee Proud
Tónskáld
Richard M. Sherman, Robert B. Sherman / George Stiles, Anthony Drewe
Hljóðmynd
Thorbjørn Knudsen
Lýsing
Þórður Orri Pétursson
Búningahönnuður
María Ólafsdóttir
Leikmynd
Petr Hloušek
Leikarar
Guðjón Davíð Karlsson
Halldór Gylfason
Sigurður Þór Óskarsson
Hallgrímur Ólafsson
Jóhann Sigurðarson
Þórir Sæmundsson
Theodór Júlíusson
Orri Huginn Ágústsson
Patrekur Thor Herbertsson
Grettir Valsson
Leikkonur
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Esther Thalía Casey
Sigrún Edda Björnsdóttir
Hanna María Karlsdóttir
Álfrún Örnólfsdóttir
Margrét Eir Hjartardóttir
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
Áslaug Hjartardóttir
Rán Ragnarsdóttir
Söngvari/söngvarar
Söngur, dans og leikur:
Guðmundur Elías Knudsen
Júlí Heiðar Halldórsson
Leifur Eiríksson
Hafsteinn Esekiel Hafsteinsson
Þórey Birgisdóttir
Soffía Karlsdóttir
Sybille Köll
Gísli Magnason
Arnar Orri Arnarsson
Elísabet Skagfjörð
Kristveig Lárusdóttir
Arna Sif Gunnarsdóttir
Dansari/dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir
Ásgeir Helgi Magnússon
Cameron Corbett
Ellen Margrét Bæhrenz
Hannes Egilsson
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir
Steve Lorenz
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is