Karíus og Baktus
Heiti verks
Karíus og Baktus
Lengd verks
30 mín.
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Það er miklu skemmtilegra að sjá Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá uppi í munninum á sér!
Þjóðleikhúsið heldur upp á 100 ára afmæli Thorbjörns Egners með því að setja á svið tvö af hans vinsælustu leikritum, Dýrin í Hálsaskógi á Stóra sviðinu og Karíus og Baktus í Kúlunni. Sagan um Karíus og Baktus kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu þrjótar notið fádæma vinsælda meðal barna víða um heim. Þeir hafa skotið upp kollinum víða, meðal annars í brúðukvikmynd, á hljómplötu og í leikhúsi.
Karíus og Baktus eru pínulitlir tannálfar sem hafa komið sér fyrir í munninum á drengnum Jens. Þar lifa þeir sældarlífi, enda er Jens helst fyrir að borða allskyns sætindi og hann notar tannburstann lítið. En þessir tveir hrappar skemma tennurnar í Jens og þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis. Og nú þurfa Karíus og Baktus að glíma við tannbursta og tannlæknabor…!
Skemmtilegt leikrit sem á erindi við alla krakka.
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Frumsýningardagur
5. janúar, 2013
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kúlan
Leikskáld
Thorbjörn Egner
Leikstjóri
Selma Björnsdóttir
Tónskáld
Christian Hartmann
Hljóðmynd
Pollapönk – Haraldur F. Gíslason, Guðni Þórarinn Finnsson, Arnar Þór Gíslason, Heiðar Örn Kristjánsson, Hrafn Thoroddsen
Lýsing
Lárus Björnsson
Búningahönnuður
Brian Pilkington
Leikmynd
Brian Pilkington
Leikarar
Friðrik Friðriksson
Leikkonur
Ágústa Eva Erlendsdóttir
Söngvari/söngvarar
Ágústa Eva Erlendsdóttir
Friðrik Friðriksson
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/