Fyrirheitna landið
Heiti verks
Fyrirheitna landið
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Kraftmikið nýtt verðlaunaverk um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða nú á okkar dögum.
Fyrirheitna landið var frumflutt hjá Royal Court leikhúsinu í London árið 2009 og fékk frábærar undirtektir. Meðal annars hlaut leikritið Evening Standard og London Critics Circle leiklistarverðlaunin. Sýningin hefur verið sýnd við miklar vinsældir í London og New York.
Við erum stödd í fögrum skógarlundi í útjaðri bæjarins, þorpshátíðin er að hefjast. Hér býr Johnny Byron í hjólhýsi sínu. Náungi sem fælir frá hina ráðvöndu en laðar að sér alla þá sem eru að leita að spennu í líf sitt. Fulltrúar bæjaryfirvalda ætla að láta bera hann út, sex ára sonur hans vill að hann fari með sig á hátíðina, maður nokkur sem er að leita að stjúpdóttur sinni ætlar að berja hann og marglitt samsafn af kunningjum vill fá hjá honum sinn skerf af brennivíni og dópi. Í Johnny hefur löngum ólgað einhver villtur frumkraftur sem í senn hefur skelft fólk og heillað. En getur hann bjargað sér nú þegar allt virðist komið í óefni?
Í Fyrirheitna landinu bregður höfundur upp leifturskýrri mynd af nútímasamfélaginu, sláandi andstæðum þess og ógnvekjandi öfgum.
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Frumsýningardagur
22. febrúar, 2013
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Leikskáld
Jez Butterworth
Leikstjóri
Guðjón Pedersen
Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson
Búningahönnuður
Elín Edda Árnadóttir
Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson
Leikarar
Baldur Trausti Hreinsson
Eggert Þorleifsson
Friðrik Friðriksson
Hilmir Snær Guðnason
Jóhann G. Jóhannsson
Pálmi Gestsson
Snorri Engilbertsson
Ævar Þór Benediktsson
Leikkonur
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Melkorka Pitt
Saga Garðarsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/