Söngur hrafnanna

Heiti verks
Söngur hrafnanna

Lengd verks
53:16

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
„Hulið er margt að baki tímans tjalda.“
– Úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson

Raddir fortíðar leika um loftið í húsi við Bjarkarstíg. Þetta er hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hús sem hefur staðið óbreytt í hálfa öld.
Árni Kristjánsson píanóleikari og Páll Ísólfsson tónskáld heimsækja Davíð til að fagna Gullna hliðinu, nýskrifuðu leikriti eftir skáldið. Þeir óttast að Davíð taki ekki vel í fréttirnar sem þeir þurfa að færa honum frá leikhúsinu fyrir sunnan.
En það eru annarlegri hlutir á seyði þetta kvöld og fleiri raddir á sveimi. Davíð tekst á við ástina sem aldrei gat orðið og einmanaleikann sem virtist alltaf koma aftur.

Verkið er unnið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Frumflutt sem hljóðverk í Davíðshúsi á Akureyri, síðan flutt í útvarpi

Frumsýningardagur
1. mars, 2014

Frumsýningarstaður
Davíðshús / Rás 1

Leikskáld
Árni Kristjánsson

Leikstjóri
Viðar Eggertsson

Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar
Ólafur Darri Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson

Leikkonur
María Pálsdóttir, Aðalbjörg Þóra Árnadóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/leikhus
www.facebook.com/utvarpsleikhusid
www.leikfelag.is
www.facebook.com/leikfelag