Stóru börnin
Heiti verks
Stóru börnin
Lengd verks
Rúmir 2 tímar m hlé
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Stóru börnin er nýtt íslenskt leikverk eftir Lilju Sigurðardóttur. Verkið fjallar á margræðan hátt um
gildi ástarinnar og varpar fram þeirri spurningu hvort hægt sé að setja á hana verðmiða.
Í verkinu er skyggnst inn í hulinn heim infantílista, fólks sem þráir að haga sér og láta annast sig sem
börn, en líkt og með önnur blæti (fetish) hefur þessi veruleiki almennt legið í þagnargildi. Heimur stóru
barnanna er bakland þessa óvenjulega sviðsverks þar sem bældar þrár æskuáranna brjótast fram
blandnar hvötum fullorðna fólksins sem þær geymir.
Í verkinu fylgjumst við með Mömmu, konu sem býður móðurást sína til sölu og viðskiptavinum
hennar, stóru börnunum, sem hvert og eitt koma til Mömmu með ólíkt veganesti úr lífinu sem oft
hefur farið um þau óblíðum höndum.
Sviðssetning
Lab Loki
Frumsýningardagur
2. nóvember, 2013
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
Lilja Sigurðardóttir
Leikstjóri
Rúnar Guðbrandsson
Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson
Lýsing
Arnar Ingvarsson
Búningahönnuður
Drífa Freyju-Ármannsdóttir og Ari Birgir Ágústsson
Leikmynd
Drífa Freyju-Ármannsdóttir og Ari Birgir Ágústsson
Leikarar
Árni Pétur Guðjónsson, Stefán Hallur Stefánsson.
Leikkonur
Birna Hafstein, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
labloki.is