Menn- skemmtikvöld
Heiti verks
Menn- skemmtikvöld
Lengd verks
80 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Menn – skemmtikvöld er höfundarverk listakonunnar Völu Höskuldsdóttur og var sýnt í þjóðleikhúskjallaranum síðasta vor við mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda.
“Verkið var gríðarlega sterkt og einstaklega einlægt og þar af leiðandi ofboðslega áhrifamikið.” Ástbjörg Rut Jónsdóttir Víðsjá
Sýningin varð til í framhaldi af því að Vala fór að endurskoða femíníska sýn sína gagnvart karlmönnum. Hún stóð sjálfa sig að fordómum og óþolinmæði í þeirra garð, sem hún kunni ekki við og ákvað því ögra viðhorfum sínum og rannsaka karlmenn í kjölinn, og líðan þeirra í nútímasamfélagi.
Sýningin er byggð þannig upp að tíu karlmenn, margir hverjir landsþekktir, segja á einhvern hátt frá upplifun sinni af því að vera karlmaður. Frásagnir þeirra sprengja á ýmis kýli í samfélagsumræðunni:
• ,,Er í lagi að verða skotinn í strák þótt maður sé streit?”
• ,,Hvenær er maður að hösla og hvenær er maður að nauðga?”
• ,,Hvernig líður gerendum í klámi?”
• ,,Hata femínistar karlmenn?
• ,,Hvað er eiginlega feðraveldi?
• ,,Er það mér að kenna að konur eru kúgaðar?”
• ,,Hvað er að vera alvöru karlmaður?”
• ,,Er karlmennskan í krísu?”
Þrátt fyrir þessi þungaviktarmálefni hefur sýningin staðið undir nafni hingað til og verið sannkallað skemmtikvöld.
,,Stórskemmtileg kvöldstund í þjóðleikhúskjallaranum sem skilur eftir sig.” Valgerður Bjarnadóttir, áhorfandi.
Í lokin er svo opnað fyrir umræður þar sem skapað er rými til að spyrja spurninga sem brenna á áhorfandanum og velta upp lausnum til framtíðar.
Fram koma: Dóri DNA uppistandari, Hannes Óli Leikari, Gunnar Nelson bardagamaður, Gísli Hrafn leikskólakennari, Biggi Veira í Gus Gus, Alexander 9 ára, Júlli í Júllabúð, Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri, Ari Ólafsson unglingur.
Frumsýningardagur
19. maí, 2013
Frumsýningarstaður
þjóðleikhúskjallarinn
Leikskáld
Jóhanna Vala Höskuldsdóttir
Leikstjóri
Jóhanna Vala Höskuldsdóttir
Danshöfundur
Þórdís Nadía
Tónskáld
Steindór Ingi Snorrason
Lýsing
Egill Ingibertsson
Leikarar
Dóri DNA , Hannes Óli, Gunnar Nelson,, Gísli Hrafn , Biggi Veira,Jón Páll Eyjólfsson leikari,
Söngvari/söngvarar
Ari Ólafsson
Dansari/dansarar
Alexander 9 ára