Gullna hliðið
Heiti verks
Gullna hliðið
Lengd verks
2,5 klst
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
GULLNA HLIÐIÐ
Gullna hliðið er eitt af þekktustu og vinsælustu leikritum sem skrifuð hafa verið á Íslandi. Þessi bráðskemmtilegi alþýðuleikur hverfist um persónu kerlingar einnar sem má ekki til þess hugsa að nýlátinn eiginmaður hennar hljóti vist í Helvíti. Hún leggur því á sig langt og strangt ferðalag til þess að koma „sálinni hans Jóns“ inn í Himnaríki. Á leiðinni mætir hún ýmsum persónum úr lífi hins annálaða syndasels og verður smám saman ljóst að það mun ekki reynast þrautalaust að koma sál hans inn fyrir hið gullna hlið.
Sviðssetning
Verkið er sett upp á alþýðlegan og framsækinn hátt. Sviðsmyndin og myndefni sem á hana er varpað leikur stórt hlutverk í að gera sýninguna að þeim sjónræna konfektkassa sem hún er. Fjórir leikara, tvær tónlistarkonur og barnakór fara með hlutverkin sem eru yfir 20 talsins. Lífleg og skemmtileg uppfærsla á þessu mest leikna verki íslenskrar leikhússögu.
Frumsýningardagur
17. janúar, 2014
Frumsýningarstaður
Samkomuhúsið/Leikfélag Akureyrar
Leikskáld
Davíð Stefánsson
Leikstjóri
Egill Heiðar Anton Pálsson
Tónskáld
Hljómsveitin Eva
Hljóðmynd
Hljómsveitin Eva
Lýsing
Egill Ingibergsson
Búningahönnuður
Helga Mjöll Oddsdóttir
Leikmynd
Egill Ingibergsson
Leikarar
Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson
Leikkonur
Aðalbjörg Árnadóttir, Jóhanna Vala Höskuldsdóttir, María Pálsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir
Söngvari/söngvarar
Jóhanna Vala Höskuldsdóttir, Sigríður Eir Zophoníasardóttir. Barnakór úr leiklistarskóla LA
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
leikfelag.is