Eldraunin
Heiti verks
Eldraunin
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Tímalaust meistaraverk. Tortryggni, ótti, hatur, hugrekki og ást.
Eldraunin er eitt þekktasta leikrit tuttugustu aldarinnar. Það var frumsýnt á Broadway árið 1953 og hlaut Tony verðlaunin sem besta leikrit ársins. Þetta magnaða og áleitna verk hefur upp frá því ratað reglulega á svið virtustu leikhúsa heims og verið kvikmyndað.
Sögulegur bakgrunnur leikritsins er galdramálin í þorpinu Salem í Massachussets árið 1692 en Miller skrifaði verkið með hliðsjón af þeim ofsóknum sem fjöldi fólks í Bandaríkjunum mátti þola á sjötta áratug síðustu aldar þegar fulltrúar yfirvalda lögðu ofurkapp á að fletta ofan af starfsemi kommúnista í landinu.
Úti í skógi eru nokkrar ungar stúlkur staðnar að verki þar sem þær eru að dansa og reyna að særa fram anda. Í kjölfarið byrja þær að ásaka aðra í þorpinu um galdur. Smám saman nær tortryggnin tökum á þessu litla samfélagi, græðgi og valdabarátta blandast galdrahræðslunni og menn sjá galdrakindur í hverju horni. Rannsóknarmenn og dómarar eru kallaðir til og enginn er lengur óhultur. Bóndinn John Proctor dregst inn í hringiðu atburðanna þegar eiginkona hans er sökuð um galdur, en ein af ungu stúlkunum leggur á hann ofurást.
Magnþrungið verk um samfélag á valdi ofstækis, vænisýki og múgsefjunar og baráttu eins manns í þágu sannleikans.
Stefan Metz snýr nú aftur í Þjóðleikhúsið, en hann leikstýrði hér rómaðri sýningu á Krítarhringnum í Kákasus árið 1999. Metz er fæddur í Sviss en búsettur í Madrid. Hann hefur leikið í mörgum sýningum hjá Théâtre de Complicité í London og leikstýrt í virtum leikhúsum víða um Evrópu.
Leikritið hefur tvívegis áður verið sýnt í Þjóðleikhúsinu, árin 1955 og 1985, undir heitinu Í deiglunni.
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Frumsýningardagur
11. apríl, 2014
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Leikskáld
Arthur Miller
Leikstjóri
Stefan Metz
Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson
Búningahönnuður
Sean Mackaoui
Leikmynd
Sean Mackaoui
Leikarar
Arnar Jónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Ingvar E. Sigurðsson, Stefán Hallur Stefánsson, Þórhallur Sigurðsson og fleiri
Leikkonur
Ágústa Eva Erlendsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
leikhusid.is