Eiðurinn og eitthvað
Heiti verks
Eiðurinn og eitthvað
Lengd verks
80 mínutur
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Skáldið stendur á sviðinu með óstraujaðar buxur og ómótaðar hugmyndir í kollinum um tvö leikverk. Hann kallar fram persónur sem hefja leik.
Tveir menn sitja á sjúkrarúmi og velta fyrir sér tilgangi tilverunnar. Kona í hvítum sloppi kemur inn og hristir rassinn. Er þessi kona komin til að prumpa á okkur? … og hver er þessi Ragnheiður Brynjólfsdóttir? Við erum á leiðinni inn í Eitthvað!
Innan tíðar gera persónurnar uppreisn gegn skapara sínum því “uppreisn, mótþrói og óhlýðni eru sameining”… og skáldskapurinn nær yfirhöndinni.
Hversu hátt svífur andinn í leikhúsinu?
Eiðurinn og eitthvað er óvænt og öðruvísi leiksýning – eins konar trúðleikur án rauða nefsins – skreytt gullkornum úr hugarheimi Guðbergs.
Sviðssetning
Guðbergur Bergsson er eitt helsta núlifandi skáld Íslendinga. Bækur hans hans hafa verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum. „Eiðurinn og eitthvað“ er hans fyrsta verk sem er beinlínis ætlað fyrir leikhús.
Grindvíska atvinnuleikhúsið – GRAL var stofnað árið 2007, af leikhúsfólki sem hefur tengsl við Grindavík. Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri og listrænn stjórnandi GRAL en hann hefur getið sér gott orð bæði sem leikari og leikstjóri nú síðast með leikstjórn á Mary Poppins í Borgarleikhúsinu.
GRAL hefur alla tíð einbeitt sér að verkum sem byggja á sögu og umhverfi bæjarins og hlaut fyrir nokkrum árum Grímuverðlaunin fyrir fjölskylduleiksýninguna „Horn á höfði“.
Frumsýningardagur
28. ágúst, 2013
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
Guðbergur Bergsson
Leikstjóri
Bergur Þór Ingólfsson
Tónskáld
Halleluwah (Sölvi Blöndal)
Hljóðmynd
Halleluwah (Sölvi Blöndal)
Lýsing
Magnús Sigurðarson
Búningahönnuður
Eva Vala Guðjónsdóttir
Leikmynd
Eva Vala Guðjónsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson
Leikarar
Erling Jóhannesson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Benedikt Gröndal
Leikkonur
Sólveig Guðmundsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.tjarnarbio.is