Áfram Mið-Ísland
Heiti verks
Áfram Mið-Ísland
Lengd verks
2 klst
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Áfram Mið-Ísland er uppistandssýning á vegum Mið-Ísland hópsins, sem kemur í kjölfar hinnar vinsælu „Mið-Ísland í Kjallaranum“ sem var sótt af um 10 þúsund manns árið 2013.
Í sýningunni kryfja uppistandararnir ýmis samfélagsleg viðfangsefni, en segja má að megin uppistaðan sé glíma við eigin sjálfsmynd. Hver uppistandari hefur sína aðferð við að opna huga sinn og bjóða áhorfendum að sjá ótta sinn, veikleika og vankanta, og fá þá þannig til að hlæja með sér að ýmsu sem fyrir augu ber.
Mið-Ísland hópurinn er nú orðin fimm ára gamall og hafa meðlimir verið mjög iðnir, bæði saman og sitt í hvoru lagi, á undanförnum árum. Uppistand er best þegar gert er mikið af því og hefur sérhver meðlimur hópsins hundruð uppistanda á bakinu. Í sýningunni „Áfram Mið-Ísland“ fá áhorfendur að njóta þessarar reynslu og eru í öruggum höndum allan tímann þó að vissulega geti allt gerst.
Meðal umfjöllunarefna sýningarinnar er ást Íslendinga á sjálfum sér, barnauppeldi, misskilningur í fjölskylduboðum, mataræði, fyrirmyndir (eða skortur á þeim), veður, líkamsrækt og margt fleira.
Sviðssetning
Megin áhersla er á innihald. Haldnar voru þrjár opnar tilraunasýningar í nóvember 2013 þar sem uppistandararnir prófuðu efni sitt. Í kjölfarið var það þróað áfram. Sýningin var svo frumsýnd 10. janúar 2014 og enn var mikil þróun á efninu fyrstu 10 sýningar eða svo.
Einfandleikinn er í fyrirrúmi í sviðssetningu. Einföld sviðslýsing og einn míkrófónn. Tilraunir með annað hafa ekki gefist vel því þær taka fókus af efninu. Mikilvægt er að uppistandarar geti ekki skýlt sér bak við nein „gimmick“ því það dregur úr ögruninni sem felst í uppistandinu.
Frumsýningardagur
10. janúar, 2014
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið – Leikhúskjallarinn
Leikskáld
Bergur Ebbi Benediktsson, Ari Eldjárn, Halldór Laxness Halldórsson, Jóhann Alfreð Kristinsson, Björn Bragi Arnarsson
Leikstjóri
Bergur Ebbi Benediktsson, Ari Eldjárn, Halldór Laxness Halldórsson, Jóhann Alfreð Kristinsson, Björn Bragi Arnarsson
Leikarar
Bergur Ebbi Benediktsson, Ari Eldjárn, Halldór Laxness Halldórsson, Jóhann Alfreð Kristinsson, Björn Bragi Arnarsson
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/pages/Mi%C3%B0-%C3%8Dsland/165820970133911