Hans og Gréta

Heiti verks
Hans og Gréta

Lengd verks
tæp klukkustund

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Barnaóperan Hans og Gréta eftir Humperdinck.
Stytt útgáfa, sérsniðin að börnum.
Söguþráður byggður á ævintýrinu um Hans og Grétu.
Verkið er sett upp á íslensku og sumu breytt til að íslenska verkið á fleiri vegu.
Tvíkastað í öll hlutverk og dregið um hverjir syngja hvaða sýningu hvorn sýningardag, því ekki um fyrsta og annað kast að ræða.
Sýningar í sölu 2 23. mars (kl. 11 og 13:30) og 2 30. mars (kl. 13:30 og 16:00)
Til að sjá alla þátttakendur er nauðsynlegt að sjá báðar sýningar dagsins.

Sviðssetning
Sett upp í Salnum í Kópavogi. 1. og 3. þáttur eru settir upp í Salnum sjálfum en 2. þáttur í anddyri Salarins. Þar sem lítið fjármagn var til eru búningar fengnir að láni frá Íslensku óperunni auk flika sem fundust í heimaskápum. Loka útlit þurfti samþykki leikstjóra. Leikmunir koma að miklu leiti frá ÍÓ en ýmislegt var búið til t.d. nammi, ullarstígar, nornapottur og sleif o.fl. Hjálp til að útbúa þessa hluti var fengin þar sem hún fékkst og kom úr ýmsum áttum. Loka útlit þurfti samþykki leikstjóra.
Kynningarmynd og myndir notaðar sem bakgrunnur í lýsingu var málað af Mæju Sif Daníelsdóttur.

Frumsýningardagur
23. mars, 2014

Frumsýningarstaður
Salurinn í Kópavogi

Leikskáld
Adelheid Wette

Leikstjóri
Maja Jantar

Danshöfundur
Maja Jantar

Tónskáld
Humperdinck

Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason

Búningahönnuður
Samtíningur – Maja Jantar með samþykkisvald

Leikmynd
Samtíningur – Maja Jantar með samþykkisvald

Söngvari/söngvarar
Hörn Hrafnsdóttir (Hans)
Sigríður Aðalsteinsdóttir (Hans)
Erla Björg Káradóttir (Gréta)
Rósalind Gísladóttir (Gréta)
Bylgja Dís Gunnarsdóttir (mamma og norn)
Margrét Einarsdóttir (mamma og norn)
Ásgeir Páll Ágústsson (pabbi)
Jóhann Smári Sævarsson (pabbi)
Hallveig Rúnarsdóttir (Óli lokbrá og Daggálfurinn)
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir (Óli lokbrá og Daggálfurinn)