Vatnið

Heiti verks
VATNIÐ

Lengd verks
30 mínutur

Tegund
Dansverk

Um verkið
Vatnið
Fellur að ofan,
Sameinast,
Rennur til hafsins,
Gufar upp,
og rignir svo aftur niður.
Við erum dropi í hafið.
Og hafið er ekkert nema dropar.

“Vatnið” notar ýmsu birtingamyndir vatns og sem innblástur fyrir dans, tónlist, vídeólist og ljóðlist svo úr verður nýstárleg leikhúsupplifun. Sjónarspil sem dregur áhorfandann inní heim vatnsins og leyfir honum að enduruppgötva sína tengingu við vatnið.

Vatn er eitthvað sem við þekkjum öll en er í senn hverfult og síbreytilegt. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut án þess að gera okkur endilega grein fyrir mikilvægi þess í lífi okkar, en það er okkur lífsnauðsynlegt. Vatnið er alltumlykjandi, í umhverfinu okkar og inní okkur.

Í tilraun til að skilja það, og í leiðinni okkur sjálf, skoðum við vatnið í hreyfingu, mynd og hljóði og uppgötvum nýja nánd við vökva lífsins.

Sviðssetning
Leifur Eiríksson

Frumsýningardagur
28. mars, 2015

Frumsýningarstaður
Tjarnarbió

Danshöfundur
Þóra Rós Guðbjartsdóttir og Nicholas Fishleigh

Tónskáld
Leifur Eiríksson

Hljóðmynd
Leifur Eiríksson

Lýsing
Juliette Louste

Búningahönnuður
Benjamin Lee Penic

Söngvari/söngvarar
Leifur Eiríksson

Dansari/dansarar
Þóra Rós Guðbjartsdóttir og Nicholas Fishleigh

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/vatnidperformance