REIÐ
Heiti verks
REIÐ
Lengd verks
59 mínútur
Tegund
Dansverk
Um verkið
Í dansverkinu Reið skoða danshöfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir hvar mörkin liggja á milli konunnar og hryssunnar og hvernig þær endurspegla hvor aðra.
Samlíking konunnar og hryssunnar býður upp á margar spaugilegar myndir en getur um leið varpað ljósi á önnur og jafnvel dekkri málefni lífsins og kveikt spurningar um eðli
náttúrunnar og grunnþarfir bæði manna og skepna; kærleika, umhyggju, samstöðu, samkeppni, o.s.frv. Jafnframt varpar verkið ljósi á það sem menn og skepnur eiga sameiginlegt, hvað tekist er á um og hvernig hegðun þeirra er innan hóps sem og utan hans. Jafnframt beinir verkið sjónum að náttúrulegum sérkennum kvendýrsins og fegurðinni sem felst í því að vera kona, móðir, vinkona, systir, eiginkona eða gyðja.
Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og sýnt á Reykjavík Dance Festival.
Sviðssetning
Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir í samstarfi við Borgarleikhúsið og Reykjavík Dance Festival
Frumsýningardagur
30. ágúst, 2014
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsð
Danshöfundur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir
Tónskáld
Andrea Gylfadóttir
Hljóðmynd
Andrea Gylfadóttir
Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason
Búningahönnuður
Jóní Jónsdóttir
Dansari/dansarar
Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Védís Kjartansdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.steinunnketilsdottir.com
www.sveinbjorg.com