Síðbúin rannsókn – endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar

Heiti verks
Síðbúin rannsókn – endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar

Lengd verks
80 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Drap hann mann eða drap hann ekki mann? Meðlimir leikhópsins Kriðpleir hafa ákveðið að taka upp hanskann fyrir Jón Hreggviðsson sem dæmdur var til dauða fyrir böðulsmorð árið 1683. Þeir hafa sett sér það metnaðarfulla markmið að komast endanlega til botns í málinu. SÍÐBÚIN RANNSÓKN er glænýr gamanleikur sem varpar nýju ljósi á fortíðina og veltir upp mikilvægum spurningum um sannleikann, skáldskapinn – og Kiljan.

Sviðssetning
SÍÐBÚIN RANNSÓKN er sett upp í kvikmyndahúsum (Bíó Paradís við Hverfisgötu og Bíóhöllinni, Akranesi). Verkið hverfist í
kringum nýja heimildarmynd um Jón Hreggviðsson sem persónur verksins eru með í bígerð og er videó því áberandi miðill í verkinu. Janus Bragi Jakobsson sér um myndvinnslu og upptökur videóefnis.

Frumsýningardagur
28. nóvember, 2014

Frumsýningarstaður
Bíó Paradís (og Bíóhöllin, Akranesi)

Leikskáld
Bjarni Jónsson

Leikstjóri
Friðgeir Einarsson og Bjarni Jónsson

Tónskáld
Árni Vilhjálmsson

Hljóðmynd
Árni Vilhjálmsson, Janus Bragi Jakobsson

Búningahönnuður
Tinna Ottesen

Leikmynd
Tinna Ottesen

Leikarar
Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Árni Vilhjálmsson

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.kridpleir.com