Kenneth Máni

Heiti verks
Kenneth Máni

Lengd verks
Uþb 1 klst og 30 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Kenneth Máni Johnson, um tíma Ketill Máni Áslaugarson, vann fyrir Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni. Kenneth er eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. En hann er alveg óhræddur við að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um ,,lívið og tilverunna”.
Ekki fræðandi en mjög fyndið skemmtikvöld þar sem Kenneth Máni lætur dæluna ganga svo engar tvær sýningar eru eins.
Höfundarnir Jóhann Ævar Grímsson og Saga Garðarsdóttir leiða nú saman krafta sína í fyrsta sinn í samvinnu við leikarann Björn Thors til að ljá Kenneth Mána loksins rödd á sviði Borgarleikhússins. Jóhann Ævar skrifaði Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina á meðan Saga var meðhöfundur síðasta Áramótaskaups, skrifaði pistla í Fréttablaðið og hélt fyrirlestra um mannsheilann.

Sviðssetning
Borgarleikhúsið

Frumsýningardagur
25. september, 2014

Frumsýningarstaður
Litla sviðið

Leikskáld
Jóhann Ævar Grímsson, Saga Garðarsdóttir og Björn Thors.

Leikstjóri
Bergur Þór Ingólfsson

Tónskáld
Garðar Borgþórsson, Bubbi Morthens

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Garðar Borgþórsson

Búningahönnuður
Helga Rós V. Hannam

Leikmynd
Móeiður Helgadóttir

Leikarar
Björn Thors

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhusid.is