Beint í æð!
Heiti verks
Beint í æð!
Lengd verks
Uþb 2 klst 30 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Hvað myndir þú gera ef þú værir háttsettur læknir við stærsta sjúkrahús höfuðborgarinnar á leiðinni að flytja fyrirlestur ársins á norrænni læknaráðstefnu, nokkuð sem gæti fært þér yfirlæknisstöðu, fálkaorðu og fleiri eftirsóknarverðar vegtyllur – þegar á vettvang mætir, án þess að gera boð á undan sér, illa fyrirkölluð fyrrum kærasta á besta aldri ásamt afleiðingunum af ástarfundum ykkar nákvæmlega 18 árum og 9 mánuðum áður? Er þetta ekki ávísun á ógnarklúður?
Jón Borgar, vellukkaður og velkvæntur tauga-sérfræðingur hefur séð það svart um sína daga. En dagleg glíma hans með skurðhnífinn, þar sem hársbreidd skilur jafnan milli lífs og dauða, reynist hreinasti barnaleikur í samanburði við það sem hann á í vændum.
Borgarleikhúsið hefur áður sýnt gamanleiki Ray Cooney við gríðarlegar vinsældir og met-aðsókn, Viltu finna milljón? og nú síðast Nei, ráðherra! sem gekk í tvö leikár á Stóra sviðinu. Gísli Rúnar íslenskaði og heimfærði
Sviðssetning
Borgarleikhúsið
Frumsýningardagur
31. október, 2014
Frumsýningarstaður
Stóra sviðið
Leikskáld
Ray Cooney
Leikstjóri
Halldóra Geirharðsdóttir
Tónskáld
Ólafur Björn Ólafsson
Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnuður
Helga I. Stefánsdóttir
Leikmynd
Helga I. Stefánsdóttir
Leikarar
Hilmir Snær Guðnason,
Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Valur Freyr Einarsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Sigurður Þór Óskarsson og Örn Árnason
Leikkonur
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is