Í hjarta Hróa hattar
Heiti verks
Í hjarta Hróa hattar
Lengd verks
1 klst. 50 mín.
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! – Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í magnaðri nýrri leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins.
Í þessari nýju sýningu úr smiðju Vesturports og Þjóðleikhússins ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því án hennar verður landinu steypt í glötun.
Það er glæsilegur leikhópur sem kemur saman í þessari ævintýrasýningu í Þjóðleikhúsinu. Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin, hefur samið nýja tónlist fyrir sýninguna ásamt félögum sínum og flytur hana ásamt hljómsveit á sviðinu.
Rómantískt, hættulegt og drungalegt. Og ekki síst… skemmtilegt!
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Frumsýningardagur
12. september, 2015
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Leikskáld
David Farr
Leikstjóri
Gísli Örn Garðarsson, Selma Björnsdóttir
Tónskáld
Salka Sól Eyfeld, Aron Steinn Ásbjarnarson, Sigurður Ingi Einarsson, Tómas Jónsson, Örn Ýmir Arason
Lýsing
Ed McCarthy, Ken Billington
Búningahönnuður
Emma Ryott
Leikmynd
Börkur Jónsson
Leikarar
Baldur Trausti Hreinsson
Baltasar Breki Samper
Björn Dan Karlsson
Guðjón Davíð Karlsson
Jóhannes Níels Sigurðsson
Oddur Júlíusson
Sigurður Þór Óskarsson
Stefán Hallur Stefánsson
Stefán Karl Stefánsson
Þórir Sæmundsson
Börn: Ágúst Örn Börgesson Wigum, Emil Adrian Devaney, Gabríel Bergman Guðmundsson
Leikkonur
Edda Arnljótsdóttir
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Lára Jóhanna Jónsdóttir
Börn: Agla Bríet Gísladóttir, Rakel María Gísladóttir, Selma Rún Rúnarsdóttir,
Söngvari/söngvarar
Salka Sól Eyfeld
Guðjón Davíð Karlsson
Aron Steinn Ásbjarnarson
Sigurður Ingi Einarsson
Tómas Jónsson
Örn Ýmir Arason
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is