The Valley
Heiti verks
The Valley
Lengd verks
59 mínútur
Tegund
Dansverk
Um verkið
Ein. Tvöfölduð. Eftirlíking.
Tvær eftirlíkingar. Tvær eftirlíkingar af sama líkani.
Tvær eins sem eru eins og ein einsömul.
Dalurinn er staður þar sem manneskja og vél hafa runnið saman og mörkin á milli hins náttúrulega og þess gervilega eru horfin. Dalurinn er staður tvöföldunar og afrita, þar sem tveir verða að einum áður en þeir klofna og margfaldast aftur, svo óljóst verður hvar einn hluti endar og annar hefst. Hvað er afrit og hvað upprunalegt? Flytjendurnir leika sér á línu þess náttúrulega og ónáttúrulega, þess gervilega og upprunalega, og nota ýmis tæki til að skapa hljóð og hljóðin til að skapa hreyfingu, á meðan þær leita svara við því hvað ræður ferðinni.
Með dvölinni í dal hins kynlega, á óljósu gráu svæði, draga þær fram þá tvöföldu merkingu sem felst í hugmyndum um vélræna menn, lífrænar vélar, gervináttúru og tilbúna garða. Þessi tvöfalda merking ýtir burt sefandi þægindunum sem felast í fullkomnu samræmi, fullkominni stærðfræðilegri reglu og tilhneigingumannsins til að hafa stjórn á náttúrulegum fyrirbærum.
Við lifum á tímum þar sem mörkin á milli þess lífræna og tæknilega hafa máðst út. Þegar skilin á milli þess sem er ekta og þess sem er falskt verða óskýr, þá dýpkar dalurinn, hugtök verða óljós og ýmislegt kynlegt á sér stað.
Sviðssetning
Menningarfélagið Tvíeind, Reykjavík Dance Festival, Tjarnarbíó
Frumsýningardagur
19. nóvember, 2015
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Danshöfundur
Inga Huld Hákonardóttir & Rósa Ómarsdóttir
Tónskáld
Sveinbjörn Thorarenssen
Hljóðmynd
Sveinbjörn Thorarenssen
Lýsing
Arnar Ingvarsson
Leikmynd
Ragna Þórunn Ragnarsdóttir
Dansari/dansarar
Inga Huld Hákonardóttir
Rósa Ómarsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ingaandrosa.com/