A Series of Novels never written

Heiti verks
A Series of Novels never written

Lengd verks
59 mín

Tegund
Dansverk

Um verkið
Allt sem ég hef ekki skrifað- líf mitt sem danshöfundur

Áður en Snæbjörn lærði að lesa vissi hann að það eina sem hann vildi var að verða rithöfundur. Það var áður en hann hitti Ragnheiði að sjálfsögðu. Ragnheiður trúir því nefnilega að hann sé dansari fastur í líkama rithöfundar. Jafnvel danshöfundur.

Snæbjörn tekur hana á orðinu og ákveður að þýða óskrifaðar skáldsögur sínar yfir á alþjóðlegt tungumál dansins. Þetta virðist talsvert styttra og fljótlegra en að skrifa þær meira að segja. En hvað gerir þýðingu góða? Er virkilega hægt að þýða skáldsögu yfir í dansverk eins auðveldlega og hægt er að þýða Íslensku yfir á Ensku? Nær maður að viðhalda anda verksins? Stíl höfundarins? Getur óskrifuð metsölubók orðið frábært dansverk eða þarf að gera málamiðlanir með hugmyndir til að passa betur í fagurfræði samtímadansins?
Um mátt tungumálsins, eða þannig …

Sviðssetning
Reykjavík Dance Festival og Rebel Rebel

Frumsýningardagur
29. ágúst, 2015

Frumsýningarstaður
Skuggi LHÍ

Danshöfundur
Snæbjörn Brynjarsson og Ragnheiður S. Bjarnarson