Vegbúar
Heiti verks
Vegbúar
Lengd verks
Uþb 1 klst og 20 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Tónlistarmaðurinn KK stígur á svið og segir sögu gítaranna sinna sem hafa fylgt honum í blíðu og stríðu í gegnum árin. Hann greinir frá uppruna þeirra og sérstökum tengslum sínum við hvern og einn þeirra – allir tengjast þeir á einn eða annan hátt skrautlegu lífi og örlögum erlendra söngvaskálda sem áttu það sameiginlegt að þrá réttlæti og frelsi. Í verkinu tvinnast þessar sögur saman við lífshlaup KK sjálfs, spurt er um mikilvægi listarinnar, mátt hennar í hörðum heimi og leitina eilífu að hinum „eina sanna tóni“. KK slær á sína alkunnu strengi og fer með áhorfendur í ógleymanlegt ferðalag.
Jón Gunnar Þórðarson (1980) útskrifaðist með BA gráðu í leikstjórn frá Drama Centre í London. Hann hefur leikstýrt tugum verka hér heima og erlendis og unnið sem aðstoðarleikstjóri hjá Royal Shakespeare Company og Vesturporti. Þá hefur hann skrifað og staðfært fjölda verka.
Kristján Kristjánsson KK (1956) er með
þekktustu tónlistarmönnum landsins. Hann hefur samið lög og leikið inn á hljómplötur og geisladiska um áratugaskeið og unnið til yfir tuttugu gull- og platínuverðlauna fyrir tónlist sína. Hann samdi tónlistina við leikrit John Steinbeck, Þrúgur reiðinnar og Fjölskylduna, sem bæði slógu aðsóknarmet í Borgarleikhúsinu.
Frumsýningardagur
15. október, 2015
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Litla svið
Leikskáld
Kristján Kristjánsson, Jón Gunnar Þórðarson
Leikstjóri
Jón Gunnar Þórðarson
Tónskáld
KK
Hljóðmynd
Bjarni Antonsson
Lýsing
Magnús Helgi Kristjánsson
Búningahönnuður
Móeiður Helgadóttir
Leikmynd
Móeiður Helgadóttir
Leikarar
Kristján Kristjánsson
Söngvari/söngvarar
Kristján Kristjánsson
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is