Sporvagninn Girnd
Heiti verks
Sporvagninn Girnd
Lengd verks
2 og hálf klst.
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Hið seiðmagnaða leikrit Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra leikbókmennta á 20. öld.
Hin viðkvæma og fíngerða Blanche DuBois má muna sinn fífil fegri. Þegar veröld hennar virðist vera að hrynja leitar hún ásjár hjá Stellu, yngri systur sinni, sem býr í verkamannahverfi í New Orleans. Í eilífri leit sinni að fegurð, mildi og umhyggju verður Blanche fyrir áfalli þegar hún kynnist hinum ruddafengna og ósiðaða Stanley, eiginmanni Stellu, og spennan magnast fljótt á milli þeirra. Blanche líður best í hálfrökkri, en óttast það mest að vera afhjúpuð og að napur sannleikurinn blasi við.
Stefán Baldursson er einn fremsti leikstjóri þjóðarinnar en nýjasta uppsetning hans, óperan Ragnheiður, hlaut Grímuna sem besta sýning ársins á liðnu leikári.
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Frumsýningardagur
26. desember, 2015
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Leikskáld
Tennessee Williams
Leikstjóri
Stefán Baldursson
Hljóðmynd
Elvar Geir Sævarsson
Lýsing
Magnús Arnar Sigurðarson
Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir
Leikmynd
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Leikarar
Baltasar Breki Samper, Guðjón Davíð Karlsson, Baldur Trausti Hreinsson, Hallgrímur Ólafsson, Ísak Hinriksson, Pálmi Gestsson
Leikkonur
Nína Dögg Filippusdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/Syningar/i-syningu/syning/1309/sporvagninn-girnd