Sími látins manns
Heiti verks
Sími látins manns
Lengd verks
90 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Þegar Nína ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hringt hefur án afláts, fer af stað atburðarás sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem sett er upp á Íslandi.
Sími látins manns fjallar um einsemdina og þrána eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm.
„Það er eins og þegar allir eru með kveikt á símanum, sé enginn í sambandi. Eins og við séum öll að hverfa því meira sem við tengjumst. “
Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála.
Sviðssetning
BLINK leikhópur
Frumsýningardagur
23. maí, 2016
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
Sarah Ruhl
Leikstjóri
Charlotte Bøving
Tónskáld
Ragnhildur Gísladóttir
Hljóðmynd
Ragnhildur Gísladóttir
Lýsing
Arnar Ingólfsson
Búningahönnuður
Fanney Sizemore
Leikmynd
Fanney Sizemore
Leikarar
Kolbeinn Arnbjörnsson
Leikkonur
María Dalberg
Elva Ósk Ólafsdóttir
Halldóra Rut Baldursdóttir
Youtube/Vimeo video
Lykilorðið er: similatinsmanns
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/blinkleikhopur