Made in Children

Heiti verks
Made in Children

Lengd verks
Uþb 1 klst

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Listamennirnir Aude Busson, Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts hafa fengið til liðs við sig sex flytjendur sem aðstoða þau við að leysa úr vandamálum heimsins. Flytjendurnir
eru allir undir tíu ára aldri. Heiminum er troðið á svið og börnunum er varpað þangað inn. Þar glíma þau við risavaxin hugtök og áskoranir með sínum smáu höndum, augum og eyrum …
… stríð, rusl, Afríka, menntun,
góðgerðarsamtök, einræði, ofstæki, Google, kettir, íslam, rafmagnsbílar, hamborgarar, njósnavélar, þrælahald, Íran, Kína, Norður- Kórea, Ísrael, Palestína, minnismerki, þrekhjól,
kreppa lýðræðisins, hryðjuverk, óskilvirk
mótmæli, tölvur, neysluhyggja, íslamófóbía, alheimsvæðing, mold, fjöll, nýfrjálshyggjuöfl, velferðarríki, Evrópusambandið, kristni, fátækt,
flóttamenn …Heimurinn sem við höfum skapað og þau munu erfa, byggja og bæta fyrir komandi kynslóðir. Börnin nálgast þessi óyfirstíganlegu
hugtök og áskoranir, hefjast handa
og meðhöndla sviðið eins og múrsteina.
Einhvers staðar þarf að byrja.
Ástandið í heiminum er á okkar ábyrgð
og það er jafnframt á okkar ábyrgð að
bæta hann. Made in Children veltir því upp hvernig börn geta tekist á við heiminn sem þau hringsnúast í.

Frumsýningardagur
2. apríl, 2016

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Litla svið

Leikskáld
Alexander Roberts, Aude Busson, Ásrún Magnúsdóttir

Leikstjóri
Alexander Roberts, Aude Busson, Ásrún Magnúsdóttir

Hljóðmynd
Baldvin Þór Magnússon

Lýsing
Friðþjófur Þorsteinsson

Búningahönnuður
Guðný Hrund Sigurðardóttir

Leikmynd
Guðný Hrund Sigurðardóttir

Leikarar
Flóki Dagsson, Jörundur Orrason, Kolbeinn Einarsson, Kolbeinn Orfeus Eiríksson, Óðinn Sastre Freysson

Leikkonur
Freyja Sól Heldersdóttir, Herdís Sigurðardóttir, Margerét Vilhelmína Nikulásardóttir, Matthildur Björnsdóttir, Ylfa Aino Eldon Aradóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is