Gripahúsið

Heiti verks
Gripahúsið

Lengd verks
82 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Védís Sigurðardóttir og uppkomin börn hennar hírast í fátækt á leigubýli lengst uppi á heiði, með flatskjá og ferðabæklinga sér til huggunar. Eftir langan vetur er væntingavísitalan veik, en þegar völvan í símanum boðar betri tíð birtast teikn á lofti um kósístundir og creme brulée á nýrri kennitölu.

Er hið langþráða vor Védísar loksins komið, með kokteilum á hvítum sandströndum, eða er lóan í ruglinu?

Gripahúsið er glænýtt íslenskt leikrit eftir Bjartmar Þórðarson. Verkið er svört kómedía og fjallar um þá hringrás staurblindrar bjartsýni og hruns sem við sjáum birtast í þjóðfélaginu trekk í trekk.

Fjölskyldan í verkinu, eins og þjóðin sem hún tilheyrir, á í stormasömu sambandi við raunveruleikann og hefur meðal annars keyrt sig í þrot við rekstur sólbaðsstofu og minkabús. Þrátt fyrir það eru draumarnir enn mikilfenglegir og stutt í skýjaborgir byggðar á sandi.

Þegar fortíðin bankar upp á í líki kaldhæðnu dótturinnar Urðar sem á harma að hefna eru átök óumflýjanleg.

Sviðssetning
Verkið er sett upp af Þurfandi í samstarfi við Tjarnarbíó og Reykjavíkurborg.

Frumsýningardagur
26. febrúar, 2016

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikskáld
Bjartmar Þórðarson

Leikstjóri
Bjartmar Þórðarson

Hljóðmynd
Bjartmar Þórðarson og hópurinn

Búningahönnuður
Bjartmar Þórðarson og hópurinn

Leikmynd
Bjartmar Þórðarson og hópurinn

Leikarar
Sveinn Óskar Ásbjörnsson, Albert Halldórsson

Leikkonur
Bryndís Petra Bragadóttir, Sigríður Björk Baldursdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/thurfandi