Djúp spor
Heiti verks
Djúp spor
Lengd verks
55 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Djúp spor er nýtt heimildarverk um baráttuna við ástina, áföll og fyrirgefninguna. Verkið er unnið út frá viðtölum við einstaklinga sem þekkja afleiðingar ölvunaraksturs af eigin raun. Við horfum á báðar hliðar málsins, þar sem við kynnumst bæði gerandanum og aðstandanda fórnarlambsins. Verkið byggir á raunverulegum atburðum. Við kynnumst Selmu og Alex, sem hafa ekki hist í fimm ár. Fyrir tilviljun hittast þau aftur og þurfa þá að gera upp drauga fortíðar, ákveða hvort þau séu tilbúin til að axla ábyrgð á gjörðum sínum og fyrirgefa. Smám saman raðast saman sú atburðarrás sem varð til þess að þau slitu sambandi og er ástæða þess að þau eiga erfitt með að halda áfram með líf sitt.
Sviðssetning
Verkið er sett upp af Artik í samsarfi við Tjarnarbíó.
Frumsýningardagur
31. mars, 2016
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
Jenný Lára Arnórsdóttir og Jóel Sæmundsson
Leikstjóri
Bjartmar Þórðarson
Tónskáld
Mark Eldred
Hljóðmynd
Mark Eldred
Lýsing
Arnar Ingvarsson
Búningahönnuður
Sandra Hrafnhildur Harðardóttir
Leikarar
Jóel Sæmundsson
Leikkonur
Jenný Lára Arnórsdóttir