CRISIS MEETING / KRÍSUFUNDUR
Heiti verks
CRISIS MEETING / KRÍSUFUNDUR
Lengd verks
80 mínútur
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Í verkum sínum dregur Kriðpleir leikhópur saman í eitt þræði sem spretta upp í stjórnleysi, gamanþáttum fyrir sjónvarp og eru jafnvel að einhverju leyti skyldir efnistökum Samuels Beckett. Verkefni hópsins eru margvísleg og á stundum óyfirstíganleg, en sannleiksást meðlima og þrá þeirra eftir félagslegu samþykki og virðingu flytur oft fjöll.
Að þessu sinni eru Friðgeir Einarsson og félagar hans að setja saman meiriháttar umsókn í listasjóð. Skilafresturinn er að renna út, en þar sem þeir eru allir miklir áhugamenn um að opna dyr sínar fyrir áhorfendum og deila með þeim aðferðum sínum og efnisvali, hefur Kriðpleir tekið ákvörðun um að bjóða upp á sérstakan viðburð.
Krísufundur er kynning á hinum undarlega heimi Kriðpleirs; upplagt tækifæri fyrir listáhugafólk og bransalið til þess að kynnast meðlimum hópsins betur, fylgjast með þeim að störfum og velta um leið fyrir sér hinum órannsakanlegu vegum sviðslistanna.
Frumsýningardagur
27. ágúst, 2015
Frumsýningarstaður
Dansverkstæðið
Leikskáld
Bjarni Jónsson
Leikstjóri
Friðgeir Einarsson
Búningahönnuður
Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Leikmynd
Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Leikarar
Árni Vilhjálmsson
Friðgeir Einarsson
Ragnar Ísleifur Bragason
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
kridpleir.com