Lök yfir jökul – Af Ólöfu eskimóa og fleiri hvítum lygum
Heiti verks
Lök yfir jökul – Af Ólöfu eskimóa og fleiri hvítum lygum
Lengd verks
83 mín
Tegund
Útvarpsverk
Um verkið
Listakonurnar Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir hafa verið haldnar heimskautabakteríu síðan þær kynntust. Þær fjalla um ævi Ólafar „eskimóa“, sannleikann sem sífellt hörfar undan og bráðnandi jökla í nýju útvarpsverki í tveimur hlutum sem nefnist Lök yfir jökul: af Ólöfu eskimóa og fleiri hvítum lygum.
Í verkinu er fjallað um litlar manneskjur, stórar áhyggjur og tilfinningar þeirra sem horfa á flóðið koma. Post-truth var valið alþjóðlega orð ársins 2016 og því er velt upp að hvort staðreyndir skipta minna máli en það sem fólk vill trúa. Í verkinu er fjallað um röddina, tækifæri og blekkinguna. Hvað getur ein lítil kona gert? Hvað þarf að tala hátt til þess að heimurinn hlusti?
Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV
Frumsýningardagur
10. desember, 2016
Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV
Leikskáld
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Leikstjóri
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus