Vísindasýning Villa

Heiti verks
Vísindasýning Villa

Lengd verks
Uþb 1 klst

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Villi og Vala bregða á leik með tilraunaglösin sín á Litla sviði Borgarleikhússins, gera ótrúlegar uppgötvanir og útskýra fyrir okkur mögnuð fyrirbæri úr heimi vísindanna. Hvað er rafmagn? Hvað er hljóð? Hvað er blóð og bein?

Öll börn þekkja Vísinda-Villa og uppátæki hans í sjónvarpinu. Villi hefur oft bjargað sjálfum sér og vinum sínum úr vanda með alls konar uppfinningum enda hefur hann brennandi áhuga á vísindum. Uppáhaldsspurningin hans er: „Af hverju?“

Nú stígur Vísinda-Villi á svið Borgarleikhússins í fyrsta sinn og fer með áhorfendur í æsispennandi ferðalag um heim vísindanna. Með honum er hún Vala sem hefur ráð undir rifi hverju og fer létt með að leysa óyfirstíganleg vandamál. Ekkert er þeim óviðkomandi hvort sem um er að ræða svarthol, atóm, köngulær, tré, blóð, heimspeki eða stjörnuhimininn svo eitthvað sé nefnt. Þau gera tilraunir og útskýra hluti, fá út óvæntar niðurstöður og spyrja spurninga sem engum hefði dottið í hug að spyrja – hvað þá að fá svör við!

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
4. febrúar, 2017

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Litla svið

Leikskáld
Vilhelm Anton Jónsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Vignir Rafn Valþórsson

Leikstjóri
Vignir Rafn Valþórsson

Tónskáld
Vilhelm Anton Jónsson

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Magnús Helgi Kristjánsson

Búningahönnuður
Sigríður Sunna Reynisdóttir

Leikmynd
Sigríður Sunna Reynisdóttir

Leikarar
Vilhelm Anton Jónsson

Leikkonur
Vala Kristín Eiríksdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is