50 ways to leave your lover
Sviðssetning
Children of Loki
Sýningarstaður
Austurbær
Frumsýnt
26. janúar 2007
Tegund verks
Einleikur
Þetta er einleikur sem fjallar um uppgjör ungs manns á átakanlegum atburði í lífi hans, ástinni sem hann kynntist og einverunni sem hann upplifir eftir á. Sagan er sögð á tveimur skeiðum í lífi hans, annarsvegar fyrir dauða hans og hinsvegar eftir.
Ungi maðurinn reynir að skilja atburðinn sem átti sér stað á sama tíma og hann veltir fyrir sér örlögum manneskjunnar sem hann varð ástfanginn af. Verkið varpar fram spurningum um hvað verður um manneskjuna þegar hún upplifir mikla einsemd og óréttlæti af völdum samfélagsins. Hvað verður um einmanna sál þegar hún er svipt frelsinu og er látin gjalda fyrir verknað sem hún ekki framdi. Geta allir orðið að ófreskjum ef þeir eru settir í ákveðnar aðstæður?
“50 ways to leave your lover” er leikinn af Ólafi S.K. Þorvaldz leikara, en hann er einnig höfundur. Verkið var fyrst sett upp í London undir nafninu “Memoirs” árið 2003. Þá var það leikið af Stian Olderkjaer og Trevor Bishop undir leikstjórn Ólafs. Ólafur þýddi verkið og endurskrifaði, með það í huga að setja það upp með einum leikara.
Höfundur
Ólafur S.K. Þorvaldz
Leikstjóri
Agnar Jón Egilsson
Leikari í aðalhlutverki
Ólafur S.K. Þorvaldz
Búningar
Agnar Jón Egilsson
Lýsing
Andri Guðmundsson
Tónlist
Agnar Jón Egilsson