39 þrep
39 þrep
Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar
Sýningarstaður
Samkomuhúsið
Frumsýning
8. Janúar 2010
Tegund verks
Leiksýning
39 þrep er leikgerð eftir Patrick Barlow byggð á hugmynd Simon Corble og Nobby Dimon. Sagan gerist árið 1935 og segir frá hinum dekraða glaumgosa Richard Hannay, sem er vanur ljúfu lífi bresku yfirstéttarinnar, en sogast skyndilega inn í æsispennandi atburðarás þar sem við sögu koma morð, svikulir leyniþjónustumenn, brjálaðir prófessorar, Skotar og vitaskuld íðilfagrar konur. Í sýningunni fara 4 leikarar með 139 hlutverk! 39 þrep hlaut hin virtu Olivier verðlaun sem besta gamanleikritið árið 2007 og tvenn Tony verðlaun árið 2008.
Höfundur
Patrick Barlow
Byggt á skáldsögu
John Buchan
og kvikmynd Alfred Hitchcock
Þýðing
Eyvindur Karlsson
Leikstjórn
María Sigurðardóttir
Leikarar í aðalhlutverkum
Atli Þór Albertsson
Björn Ingi Hilmarsson
Jóhann G. Jóhannsson
Leikkona í aðalhlutverki
Þrúður Vilhjálmsdóttir
Leikmynd
Finnar Arnar Arnarsson
Búningar
Rannveig Eva Karlsdóttir
Lýsing
Halldór Örn Óskarsson
Hljóðmynd
Gunnar Sigurbjörnsson
– – – – – –
Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samnings við Menntamálaráðuneytið. Saga Leikfélagsins spannar nú nær heila öld, en félagið varð atvinnuleikhús árið 1973.
Starfsemin er í hjarta Akureyrar í fallegu nýuppgerðu leikhúsi, Samkomuhúsinu, sem tekur 210 manns í sæti. Samkomuhúsið hefðbundið leikhús með sviði, upphækkuðum sal og svölum. Þann 16. febrúar 2006 opnaði leikhúsið nýtt leikrými sem það nefnir einfaldlega Rýmið. Rýmið svartur kassi sem hægt er að nýta á fjölda ólíka vegu. Leikhúsið sýnir einnig í öðrum rýmum bæði innan bæjarins en einnig í Reykjavík.
Verkefnaskrá leikhússins hefur í gegnum tíðina verið fjölbreytt, klassísk íslensk og erlend verk, ný íslensk og erlend verk, barnaleikrit og söngleikir. Árlega sviðsetur leikhúsið fjórar til sjö leiksýningar á eigin vegum og í samstarfi við aðra auk ótal styttri sýninga og smærri viðburða. Fjöldi nýrra íslenskra verka hefur verið frumsýndur hjá leikhúsinu og listamenn leikhússins vinna reglulega með nýjum leikskáldum. Fjöldi fastráðinna leikara er nokkuð breytilegur á milli tímabila en leikhópurinn hefur talið 4-11.