Heimsljós
Heimsljós
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Frumsýning
26. desember 2011
Tegund verks
Leiksýning
„…þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“
Kjartan Ragnarsson hefur áður skapað leikverk upp úr skáldsögum Halldórs Laxness með frábærum árangri, en margir muna áhrifamikla uppsetningu hans á Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu árið 1999 og leikgerðir hans af völdum hlutum Heimsljóss sem voru frumsýndar við opnun Borgarleikhússins árið 1989, Ljós heimsins og Höll sumarlandsins. Jólasýning Þjóðleikhússins verður uppsetning Kjartans á nýrri leikgerð sem hann hefur gert af Heimsljósi en henni til grundvallar liggur skáldsagan í heild sinni.
Heimsljós, sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937 til 1940, er saga fátæka alþýðuskáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Í æsku er hann niðursetningur á bænum Fæti undir Fótarfæti en síðar flytur hann til þorpsins Sviðinsvíkur. Alla ævi er hann fátækur, smáður og utanveltu. En engu að síður er skáldið „tilfinníng heimsins, og það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt“.
Heimsljós er margslungið verk. Það er ljóðrænt verk um sálarlíf skáldsins sem þrátt fyrir samúð með meðbræðrum sínum stendur utan við umhverfi sitt, gagntekið þrá eftir einhverju háleitara og æðra en hversdagsleiki brauðstritsins hefur upp á að bjóða. En jafnframt er það samfélagsleg saga um fátækt, kúgun, stéttaátök og drauma um fegurra mannlíf og réttlátara þjóðfélag.
Í sýningunni munu þeir Hilmir Snær Guðnason og Björn Thors túlka persónu Ljósvíkingsins samtímis.
Höfundur
Halldór Laxness
Leikgerð og leikstjórn
Kjartan Ragnarsson
Leikarar: Arnar Jónsson, Björn Thors, Hilmir Snær Guðnason, Jóhannes Haukur
Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Stefán Hallur Stefánsson,
Þorsteinn Bachmann, Ævar Þór Benediktsson.
Leikkonur: Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórunn
Arna Kristjánsdóttir.
Leikmynd
Gretar Reynisson
Búningar
Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing
Halldór Örn Óskarsson
Tónlist
Kjartan Sveinsson