1984
Heiti verks
1984
Lengd verks
Uþb 2 klst 30 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Algert eftirlit er markmiðið í eftirlitssamfélagi
Orwells í skáldsögunni 1984. Winston er
starfsmaður Sannleiksráðs en hann sér um að
breyta upplýsingum og staðreyndum í blöðum
og kennslubókum eftir skipunum Flokksins.
Svonefndum hliðstæðum staðreyndum eða
öllu heldur skaðreyndum er óspart plantað
til að draga úr gagnrýni og sjálfstæðri
hugsun almennings. Winston skrifar
leynilega dagbók sem einskonar heimild fyrir
framtíðina. Skilaboð til komandi kynslóða og
uppreisnaráskorun. Eða bara huglæg lýsing
á heimi þar sem stríð er friður, þrældómur er
frelsi og fáfræði er styrkur.
Í magnaðri leikgerð skáldsögunnar
eru áhorfendur dregnir inn í þetta
framtíðarsamfélag. Ágengum spurningum
er varpað fram: Hvernig vitum við að veröld okkar er raunveruleg? Hvað er sannleikur og
hvað sannlíki í yfirþyrmandi eftirlitssamfélagi
nútímans þar sem hvert okkar spor er rakið
af stórfyrirtækjum á netinu, með símtækjum,
öryggismyndavélum og rafrænum skilríkjum?
Hver er staða einstaklingsins í þessum
ósköpum og yfirgangi og hvernig getur hann
varðveitt sjálfan sig?
George Orwell samdi þessa dystópíu í skugga
síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún er fyrir löngu
orðin hluti af sígildum bókmenntum og án efa
ein merkasta saga síðari tíma.
Frumsýningardagur
15. september, 2017
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Nýja svið
Leikskáld
Robert Icke og Duncan Macmillan
Leikstjóri
Bergur Þór Ingólfsson
Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson og Ingi Beck
Búningahönnuður
Sigríður Sunna Reynisdóttir og Elísabet Alma Svendsen
Leikmynd
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Leikarar
Þorvaldur Davíð ristjánsson
Jóhann Sigurðarson
Valur Freyr Einarsson
Hannes Óli Ágústsson
Haraldur Ari Stefánsson
Leikkonur
Þuríður Blær Jóhannesdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Erlen Isabella Einarsdóttir (barn)
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is