Tugir sviðsverka verða á fjölunum í vetur af öllum stærðum og gerðum. Hér á vefsíðu Grímunnar finnur þú upplýsingar um öll þau sviðsverk sem tilnefnd eru til verðlauna í vetur. Helstu sýningarstaðir á höfuðborgarsvæðinu eru Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Tjarnarbíó, Norðurpóllinn ,Gamla Bíó og Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði. Á Akureyri heldur Leikfélag Akureyrar úti sýningum í Samkomuhúsinu og Landnámsetrið býður upp á sýningar í Borgarnesi. Auk þess sýna sjálfstæðir sviðslistahópar verk víða um land, í skólum og ýmsum samkomuhúsum og má þar nefna Komedíuleikhúsið frá Ísafirði og Möguleikhúsið. Frekari upplýsingar um sjálfstæða hópa er að finna á heimasíðu Sjálfstæðu leikhúsanna.
< Fyrri | Næsta > |
---|