Leiklistarsamband Íslands eru heildarsamtök sviðslista á Íslandi, stofnað árið 1972. Að baki því standa öll fagfélög þeirra starfsgreina er fást við sviðslistir ásamt hátíðum, bandalögum og stofnunum innan sviðslista á Íslandi.
Leiklistarsambandið starfar að sameiginlegum hagsmunamálum sviðslistanna í landinu. Það á og rekur Grímuna – íslensku sviðslistarverðlaunin www.griman.is og rekur vefinn www.stage.is. Síðan er gagnabanki á ensku um íslensk sviðsverk sem og þá sviðslistahópa og stofnanir sem að baki verkunum standa.
Leiklistarsambandið er aðili að Leiklistarsambandi Norðurlanda (Nordisk Teaterunion) og Alþjóða leikhússmálastofnuninni (International Theatre Institute ) og kemur fram fyrir Íslands hönd á þeim vettvangi. Leiklistarsambandið starfar samkvæmt samstarfssamningi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Næsta > |
---|