Efnisyfirlit

  • Forsíða
  • Fréttir
  • Um Grímuna
  • Leikárið 2011-12
  • Gagnasafn
  • Um Leiklistarsambandið
  • Skráning sýninga
  • Theatre in Iceland

Samstarfsaðilar

stod2_01

sagafilm_01

Þjóðleikhúsið
Borgarleikhúsið
Leikfélag Akureyrar
Íslenska óperan
Íslenski dansflokkurinn
Sjálfstæðu leikhúsin
Félag íslenskra leikara
Félag leikskálda og handritshöfunda
Félag tæknifólks í rafiðnaði
Útvarpsleikhúsið
Sjónvarpið

Listaháskóli Íslands

leikhus.is

Forsíða Fréttir Íslenska leiklistarávarpið 2009

Íslenska leiklistarávarpið 2009

viagra kaufencialis super active
argaiv1217

Share/Save/Bookmark

sigreddaALÞJÓÐA leiklistardagurinn er árlega haldinn hátíðlegur. Leiklistarsamband Íslands ITI fékk leikkonuna Sigrúnu Eddu Björnsdóttur til að semja íslenska ávarpið í tilefni leiklistardagsins árið 2009. Ávarpið fer hér á eftir.

Ágætu leikhúsunnendur,

Hvers vegna viljum við hafa leikhús? Þetta furðulega fyrirbæri sem þó hefur fylgt manninum frá ómunatíð. Í dag, þann 27. mars er Alþjóða leiklistardagurinn. Hann er haldinn hátíðlegur um heim allan í þeim tilgangi að vekja athygli á leiklistinni og mikilvægi hennar í mannlegu samfélagi. Því er vert að staldra við og velta ofangreindri spurningu fyrir sér.

Það fallegasta sem sagt hefur verið um leiklistina og hægt er að taka undir af heilum hug er að löngun mannsins til að leika sé sprottin af þörf hans til tengjast því sem býr innra með öllum mönnum, þessu innra ljósi sem við búum öll yfir og finnum svo sterkt fyrir. Það er vegna þessarar tengingar, þessarar samkenndar sem við getum skapað nýjan veruleika. Veruleika leikhússins.

Fátt er eins dýrmætt fyrir leikara og að finna þessa tengingu og taka þátt í leiksýningu sem á erindi við áhorfandann og hreyfir við honum, hvort sem er í gleði eða sorg. Við mannfólkið erum þelið sem draumar spinnast úr, þessir dýrmætu draumar sem eru eins og gullþráður í því margbrotna mynstri sem tilvist okkar mótast af. Þessi þráður kemur fram í skáldskapnum, myndmálinu, tónlistinni og hreyfingunni. Ekkert er leiklistinni óviðkomandi. Hún á að endurspegla tilvist okkar, sameina upplifanir okkar og stuðla að samkennd og skilningi meðal manna.

Í viðleitni sinni til að tjá og spegla veruleikann leitar leiklistin að mismunandi formum. Þess vegna er engin ein tegund leiklistar mikilvægari en önnur. Til er gamanleikur, harmleikur, grímuleikur, látbragðsleikur, brúðuleikur, einleikur, trúðleikur. Götuleikhús, kaffileikhús, pólitískt leikhús, stofuleikhús, barnaleikhús, vasaleikhús, útileikhús, skuggaleikhús, lítið leikhús, stórt leikhús, útvarpsleikhús, meira að segja ósýnilegt leikhús. Og áhorfendur hafa dregist að leikhúsinu í gegnum aldirnar, alveg eins og þið gerið hér í (dag) kvöld.

Hvers vegna? Jú, við viljum verða fyrir áhrifum. Við viljum hlæja saman, gráta saman, láta hreyfa við hugsunum okkar og hugmyndum. Og í síbreytilegum heimi þar sem hugmyndafræði og áherslur geta kollsteypst á einni nóttu, eins og við þekkjum svo vel einmitt nú, á leikhúsið brýnt erindi. Það er ekki síst á þannig tímum sem við höfum þörf fyrir leikhús og því ber leikhúsið mikla ábyrgð. Leiklist breytir kannski ekki heiminum en við getum öll verið sammála um að í leikhúsi búi leyndur sannleikur sem hjálpar okkur í þeirri viðleitni að skilja líf okkar og viljann til að búa til betri heim.

Sigrún Edda Björnsdóttir

- - - - - -

Sigrún Edda Björnsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og hefur leikið hátt í 60 hlutverk á sviði þar af 46 hér hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún hefur verið fastráðin leikkona bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og leikið fjölmörg burðarhlutverk. Hún fékk tilnefningar til menningarverðlauna DV fyrir leik sinn í Stjörnum á morgunhimni og Fegurðardrottinguna  frá Línakri, auk tilnefningar til Grímuverðlauna fyrir hlutverk Blanche í Sporvagninum Girnd. En Sigrún Edda hefur komið víðar við á ferli sínum, því fyrir utan leik í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum starfar hún líka sem leikstjóri .

Síðasta sýningin hennar var Ævintýri í Iðnó. Sigrún leikstýrði Ronju Ræningjadóttur sem var tilnefnt til Grímuverðlauna 2006 og fyrir leikstjórn sína á útvarpsleikritinu Skáld leitar harms í hlaut hún Grímuverðlaunin 2006. Hún fékk einnig Grímuna fyrir hlutverk sitt í Degi vonar árið 2007 . Hún hefur skrifað bækur fyrir börn og teiknimyndasöguna Rakkarapakk. Auk þess er Bóla tröllastelpa, sem flestir Íslendingar þekkja úr sjónvarpi er leikin af henni og höfundarverk hennar sjálfrar.

< Fyrri   Næsta >
Gríman - Íslensku sviðslistaverðlaunin   |   Tjarnarbíó   |   Tjarnargötu 12   |   101 Reykjavík   |   griman@griman.is

©2006-2011 Hringbrot