TILNEFNINGAR til Grímunnar 2008 verða opinberaðar á Stóra sviði Þjóðleikhússins í dag 16. maí kl 16. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem jafnframt er verndari Grímunnar, mun afhenda tilnefndum listamönnum viðurkenningar. Grímuhátíðin sjálf verður svo haldin í sjötta sinn föstudaginn 13. júní í Þjóðleikhúsinu og í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Búast má við glæsilegri verðlaunahátíð, en Grímuhátíðin er einn af hápunktum ársins í menningarlífinu.
Á leikárinu 2007-8 hafa valnefndir Grímunnar séð 80 ný sviðsverk og hlustað á 13 ný útvarpsverk. Aldrei hafa fleiri sýningar verið frumsýndar á einu leikári. Allar tegundir sviðsverka s.s. leiksýningar, einleikir, söngleikir, revíur, óperur og dansverk eru í pottinum og um 1000 listamenn koma til álita.
< Fyrri | Næsta > |
---|