HEIÐURSVERÐLAUN Leiklistarsambands Íslands árið 2003 hlaut Sveinn Einarsson, leikstjóri, leikskáld, leikhússfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sviðslista. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Sveini þessi fyrstu heiðursverðlaun Grímunnar og áhorfendur í Þjóðleikhúsinu risu úr sætum og klöppuðu vel og lengi til að heiðra þennan brautryðjanda innan sviðslista á Íslandi.
Ólafur Ragnar færði honum þakkir frá þjóðinni fyrir frumkvöðlastarf á sviði menningar og lista og Sveinn þakkaði fyrir sig á einstakan og fágaðan hátt með flutningi á frumsömdu ljóði.
< Fyrri | Næsta > |
---|