TILNEFNINGAR til Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna 2003 voru gerðar opinberar á Stóra sviði Þjóðleikhússins 5. júní 2003 að viðstöddum Forseta Íslands, sem jafnframt er verndari Grímunnar. Tilnefningar sem sýning ársins hlutu And Björk, of course, Kvetch, Rómeó og Júlía, Sölumaður deyr og Veislan.
Eftirfarandi leiksýningar voru tilnefndar sem sýning ársins 2003:
ÚTVARPSVERK ÁRSINS
Dauðir án grafar
eftir Jean-Paul Sartre í þýðingu Arnar Ólafssonar og i leikstjórn Sigurðar Skúlasonar.
Góði guðinn á Manhattan
eftir Ingeborg Bachmann í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar og í leikstjórn Hjálmars Hjálmarssonar.
Gróið hverfi
eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Óskars Jónassonar.
Stoðir samfélagsins
eftir Henrik Ibsen í þýðingu Einars Braga og í leikstjórn Maríu Kristjánsdóttur.
Vegamót
eftir Conor McPherson í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar.
BARNASÝNING ÁRSINS
Honk!
eftir Anthony Drewe og Georges Stiles í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Jón Oddur og Jón Bjarni
eftir Guðrúnu Helgadóttur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Karíus og Baktus
eftir Thorbjörn Egner í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Rauðhetta
eftir Charlotte Böving í sviðssetningu Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar.
Völuspá
eftir Þórarin Eldjárn í sviðssetningu Möguleikhússins.
DANSSÝNING ÁRSINS
Black Wrap
eftir Ed Wubbe í sviðssetningu Íslenska dansflokksins.
Bylting hinna miðaldra
eftir Ismo-Pekka Heikenheimo og Ólöfu Ingólfsdóttur í sviðssetningu Ólafar danskompanís.
Elsa
eftir Láru Stefánsdóttur í sviðssetningu Íslenska dansflokksins og Pars Pro Toto.
Eva í þriðja veldi
eftir Ernu Ómarsdóttur, Karen Maríu Jónsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur í sviðssetningu Dansleikhúss með ekka.
Stingray
eftir Katrínu Hall í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins.
DANSVERÐLAUN ÁRSINS
Erna Ómarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Evu í þriðja veldi í sviðssetningu Dansleikhúss með ekka.
Guðmundur Helgason
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Frosta (Svanavatninu).
Jóhann Freyr Björgvinsson
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Jóa.
Katrín Hall
fyrir dans í danssýningunni Stingray í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins.
Lára Stefánsdóttir
fyrir dans í danssýningunni Elsu í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins og Pars Pro Toto.
TÓNLIST / HLJÓÐMYND ÁRSINS
Guðmundur Jónsson, Gunnar Árnason, Jón Ólafsson og Sálin hans Jóns míns
fyrir tónlist og hljóðmynd í söngleiknum Sól og Mána í sviðssetningu Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur.
Hilmar Örn Hilmarsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Grettissögu í sviðssetningu Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar.
Hjálmar H. Ragnarsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Cyrano í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Jón Hallur Stefánsson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Kvetch í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni.
Hljómsveitin Trabant
fyrir tónlist í danssýningunni Evu í þriðja veldi í sviðssetningu Dansleikhúss með ekka.
Matti Kallio og Ólafur Örn Thoroddsen
fyrir tónlist og hljóðmynd í leiksýningunni Púntila bónda og Matta vinnumanni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
LÝSING ÁRSINS
Benedikt Axelsson og Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í danssýningunni Stingray í sviðssetningu Íslenska dansflokksins.
Björn Bergsteinn Guðmundsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Hægan, Elektra í sviðssetningu Þjóðleikhússins, fyrir lýsingu í leiksýningunni, Grettissögu í sviðssetningu Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar og fyrir lýsingu í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Kári Gíslason
fyrir lýsingu í leiksýningunni Rómeó og Júlíu í sviðssetningu Íslenska dansflokksins, Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Kryddlegnum hjörtum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavikur og fyrir lýsingu í leiksýningunni Sölumaður deyr í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Sigurður Kaiser
fyrir lýsingu í leiksýningunni Kvetch í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni.
BÚNINGAR ÁRSINS
Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Boðorðunum níu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Filippía I. Elísdóttir og Þórunn S. Þorgrímsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Helga I. Stefánsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Púntila bónda og Matta vinnumanni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Þórunn María Jónsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Grettissögu í sviðssetningu Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar.
Þórunn E. Sveinsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Rómeó og Júlíu í sviðssetningu Íslenska dansflokksins, Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
LEIKMYND ÁRSINS
Finnur Arnar Arnarson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Kryddlegnum hjörtum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Gretar Reynisson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Halta Billa í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Sigurjón Jóhannsson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Sölumaður deyr í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Snorri Freyr Hilmarsson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Kvetch í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni.
Þórunn S. Þorgrímsdóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Edda Björg Eyjólfsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Boðorðunum níu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Edda Heiðrún Backman
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Kryddlegnum hjörtum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Elva Ósk Ólafsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Nanna Kristín Magnúsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Rauða spjaldinu í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Tinna Gunnlaugsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Þórunn Erna Clausen
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dýrlingagenginu í sviðssetningu Egg-Leikhússins.
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Björn Hlynur Haraldsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Púntila bónda og Matta vinnumanni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Rómeó og Júlíu í sviðssetningu Íslenska dansflokksins, Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Ólafur Darri Ólafsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Kvetch í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni og fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Rómeó og Júlíu í sviðssetningu Íslenska dansflokksins, Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Rúnar Freyr Gíslason
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Stefán Jónsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Þröstur Leó Gunnarsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Allir á svið! í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Charlotte Böving
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hinni smyrjandi jómfrú.
Edda Heiðrún Backman
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hægan, Elektra í sviðssetningu Þjóðleikhússins og fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Kvetch í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni.
Halldóra Geirharðsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Sumarævintýri í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Harpa Arnardóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni And Björk, of course í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Kristbjörg Kjeld
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Halta Billa í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Arnar Jónsson
fyrir hlutvek sitt í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Hilmir Snær Guðnason
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Ívar Örn Sverrisson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hamlet í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Pétur Einarsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Sölumaður deyr í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Theodór Júlíusson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Púntila bónda og Matta vinnumanni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Benedikt Erlingsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni And Björk, of course í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Peter Engkvist
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Manninum sem hélt að konan hans væri hattur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Stefán Baldursson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Veislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Stefán Jónsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Kvetch í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni.
Þórhildur Þorleifsdóttir
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Sölumaður deyr í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
LEIKSKÁLD ÁRSINS
Agnar Jón Egilsson
fyrir leikverkið Lykill um hálsinn í sviðssetningu Vesturports.
Björk Jakobsdóttir
fyrir leikverkið Sellófon í sviðssetningu Himnaríkis í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið.
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
fyrir leikverkið Hægan, Elektra í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Ólafur Haukur Símonarson
fyrir leikverkið Viktoría og Georg í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Þorvaldur Þorsteinsson
fyrir leikverkið Ans Björk, of course í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
SÝNING ÁRSINS
And Björk, of course
eftir Þorvald Þorsteinsson í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Kvetch
eftir Steven Berkoff í sviðssetningu Leikhópsins Á Senunni.
Rómeó og Júlía
eftir William Shakespeare í sviðssetningu Íslenska dansflokksins, Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Sölumaður deyr
eftir Arthur Miller í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Veislan
eftir Mogens Rukov og Thomas Vinterberg í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Næsta > |
---|