Efnisyfirlit

  • Forsíða
  • Fréttir
  • Um Grímuna
  • Leikárið 2011-12
  • Gagnasafn
  • Um Leiklistarsambandið
  • Skráning sýninga
  • Theatre in Iceland

Samstarfsaðilar

stod2_01

sagafilm_01

Þjóðleikhúsið
Borgarleikhúsið
Leikfélag Akureyrar
Íslenska óperan
Íslenski dansflokkurinn
Sjálfstæðu leikhúsin
Félag íslenskra leikara
Félag leikskálda og handritshöfunda
Félag tæknifólks í rafiðnaði
Útvarpsleikhúsið
Sjónvarpið

Listaháskóli Íslands

leikhus.is

Forsíða

Fjöldi sviðsstjarna kemur fram á Grímuhátíðinni í Borgarleikhúsinu

Share/Save/Bookmark

34245_406647961314_557721314_4886370_1028367_nGRÍMUHÁTÍÐIN 2011 verður haldin í stóra sal Borgarleikhússins fimmtudaginn 16. júní. Hátíðin hefst með fordrykk í forsal leikhússins kl. 18.30 en bein útsending hefst stundvíslega kl. 19.30 á Stöð 2. Þeir sem hafa tryggt sér aðgöngumiða á hátíðina mega eiga von á skemmtilegu og glæsilegu kvöldi að vanda, en hátíðin er nú haldin í níunda sinn. 

cialis generikacialis professional
argaiv1061

Gunni_og_Katla

Aðalkynnar hátíðarinnar í ár verða leikararnir ljúfu Gunnar Hansson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, en í gegnum árin hafa kynnar Grímunnar ávallt vakið athygli fyrir líflega og uppátækjasama framkomu.

Leikarar1Ásamt þeim Gunnari og Kötlu kemur fjöldi sviðslistastjarna fram á hátíðinni. Einnig verða á boðsstólnum fjörug skemmtiatriði, m.a. frá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Sjálfstæðu leikhúsunum, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum.

Leikarar2

Meðal stjarnanna sem afhenda verðlaun á hátíðinni má nefna leikarana Selmu Björnsdóttur, Egil Ólafsson, Eddu Björgvins, Víking Kristjánsson, Ingvar E. Sigurðsson, Theódór Júlíusson, Maríu Hebu, Magnús Ólafs, Esther Talíu, Þórunni Ernu Clausen, Vigni Rafni Valþórs, Þórunni Örnu Kristjáns ofl.

36853_406647236314_557721314_4886320_1521007_n

Þá munu dansarar Íslenska dansflokksins Katrín Ingvadóttir og Valgerður Rúnarsdóttir stíga á stokk og afhenda verðlaun sem og leikhússtjórar stóru leikhúsanna tveggja, Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóri.

Grman_2008

Grímuhátíðin var fyrst haldin árið 2003 en það er Leiklistarsamband Íslands, heildarsamtök sviðslistanna á Íslandi, sem hefur veg og vanda að Grímuverðlaununum. Veitt verða verðlaun í 16 flokkum sviðslista auk þess sem heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands verða veitt þeim listamanni er skilað hefur framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista.

 

100 boðsmiðar á Grímuhátíðina 2011

Share/Save/Bookmark

Gestir9_copy100 BOÐSMIÐAR fyrir þig á Grímuhátíðina 2011! Leiklistarsamband Íslands hefur ákveðið að gefa 100 boðsmiða fyrir almenna leikhúsgesti og þá sem hafa áhuga að taka þátt í fjörinu í salnum á Grímuhátíðinni 2011. Hátíðin sem verður glæsileg að vanda, verður haldin fimmtudaginn 16. júní í Borgarleikhúsinu, í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst með fordrykk kl. 18.30. Miðarnir verða gefnir þeim 50 gestum sem fyrst senda tölvupóst á miðasöluna í Borgarleikhúsinu. Tveir miðar á mann! Nú er um að gera að nota tækifærið, baða sig í kastljósinu, hitta sviðslistastjörnurnar og njóta kvöldsins í góðum félagsskap. Netfangið er midasala@borgarleikhus.is - Góða skemmtun!

   

Tilnefningar til Grímuverðlauna 2011

GripurTILNEFNINGAR til Grímuverðlauna 2011 í alls 16 flokkum sviðslista voru kunngjörðar í Borgarleikhúsinu mánudaginn 6. júní að viðstöddum fjölda sviðslistafólks. Alls komu 80 leiklistarverkefni til álita til Grímunnar í ár sem voru skoðuð af fagnefndum Grímunnar með verðlaunin eftirsóttu í huga. Þar af voru 20 danssýningar, 11 barnasýningar og 7 útvarpsverk. Við verkin störfuðu yfir eitt þúsund listamenn, tæknifólk og starfsfólk leikhúsanna.

Fimm leiksýningar hlutu tilnefningar sem sýning ársins 2011; Allir synir mínir í sviðssetningu Þjóðleikhússins, Elsku barn í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins, Fjalla-Eyvindur í sviðssetningu leikhópsins Aldrei óstelandi og Norðurpólsins, Fólkið í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins og Lér konungur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Fimm barnasýningar hlutu tilnefningar sem barnasýning ársins 2011; Ballið á Bessastöðum í sviðssetningu Þjóðleikhússins, Gilitrutt í sviðssetningu Brúðuheima, Gói og Eldfærin í sviðssetningu Baunagrassins og Borgarleikhússins, Herra Pottur og ungfrú Lok í sviðssetningu Óperartic í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið og Hvað býr í pípuhattinum? í sviðsetningu Krílisins.

Áhorfendaverðlaunin eru veitt þeirri sýningu sem áhorfendum þótti skara framúr á leikárinu og fór netkosning fram á visir.is. Eftirfarandi fimm sýningar urðu efstar í kosningunni: Gói og Eldfærin í sviðssetningu Baunagrassins og Borgarleikhússins, Húsmóðirin í sviðssetningu Vesturports og Borgarleikhússins, Nei, ráðherra! í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins, Rocky Horror í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar og Strýhærði Pétur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Símakosning um áhorfendaverðlaunin 2011 hefst nokkrum dögum fyrir Grímuhátíðina og eru leikhúsáhorfendur hvattir til hringja inn og velja sína uppáhalds sýningu.

Ása Richardsdóttir, forseti Leiklistarsambands Íslands og annar kynnir Grímuhátíðarinnar í ár, leikkonan góðhjartaða Katla Margrét Þorgeirsdóttir, opinberuðu tilnefningarnar við góðar undirtektir samstarfsfélaga og ný-tilnefndra listamanna sem sýndu viðbrögð. Hinn aðalkynnir hátíðarinnar í ár verður leikarinn bráðskemmtilegi Gunnar Hansson.

Grímuhátíðin sjálf, árleg uppskeruhátíð sviðslistageirans árið 2011, verður svo haldin í níunda sinn í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 16. júní og í beinni útsendingu á Stöð 2. Útsendingin hefst stundvíslega kl. 19.30, en dagskráin nýtur ávallt mikilla vinsælda hjá sjónvarpsáhorfendum, enda um einn glæsilegasta viðburð ársins í menningarlífinu að ræða. Á hátíðinni verða jafnframt heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands veitt þeim sviðslistamanni er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista.

Lesa meira: Tilnefningar til Grímuverðlauna 2011

   

Tilnefningar opinberaðar 6. júní kl. 16

Share/Save/Bookmark

GrmanTILNEFNINGAR til Grímuverðlauna 2011 verða opinberaðar í Borgarleikhúsinu mánudaginn 6. júní kl. 16.00. Á athöfninni verður tilkynnt um hvaða sýningar og listamenn hljóta tilnefningar til verðlauna í alls 16 flokkum sviðslista. Til álita komu 80 sviðs- og útvarpsverk, þar af 20 danssýningar og 11 barnasýningar sem fagnefndir Grímunnar skoðuðu með verðlaunin eftirsóttu í huga. Allir eru velkomnir á athöfnina.

Einnig verður tilkynnt um hvaða fimm sýningar keppa til úrslita um Áhorfendaverðlaunin 2011, en þau verðlaun hlýtur sú sýning sem leikhúsgestum þótti skara framúr á leikárinu sem besta sýningin.

Kosning um áhorfendaverðlaunin er hafin á visir.is og stendur yfir til sunnudagsins 5. júní. Allir leikhúsáhugamenn eru hvattir til að taka þátt og velja uppáhálds sýninguna sína. Smelltu HÉR til að taka þátt.

Grímuhátíðin sjálf, árleg uppskeruhátíð sviðslistageirans árið 2011, verður svo haldin í níunda sinn í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 16. júní og í beinni útsendingu á Stöð 2. Á hátíðinni verða jafnframt heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands veitt þeim sviðslistamanni er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista.

Aðalkynnar hátíðarinnar verða leikararnir góðhjörtuðu og bráðskemmtilegu Gunnar Hansson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, en auk þeirra mun fjöldi íslenskra sviðsstjarna baða sig í kastljósunum. Leikarar, dansarar og aðrir þekktir sviðslistamenn koma fram á hátíðinni, sem árlega er ein sú allra glæsilegasta í menningarlífi landsins. Missið ekki af Grímuhátíðinni 2011.

   

Fleiri greinar...

  • Handhafar Grímuverðlauna 2010
  • Handhafi heiðursverðlauna 2010
  • Grímuhátíðin 2010 í Þjóðleikhúsinu 16. júní
  • Tilnefningar til Grímuverðlauna 2010
  • Grímuhátíðin 2009 í máli og myndum
  • Handhafi heiðursverðlauna 2009
  • Handhafar Grímuverðlauna 2009
  • Tilnefningar til Grímuverðlauna 2009
  • Grímuhátíðin í Borgarleikhúsinu 16. júní
  • Alþjóða leiklistarávarpið 2009

  • Fyrsta
  • Fyrri
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • Næsta
  • Síðasta
Gríman - Íslensku sviðslistaverðlaunin   |   Tjarnarbíó   |   Tjarnargötu 12   |   101 Reykjavík   |   griman@griman.is

©2006-2011 Hringbrot